Ísland! Unga draumaeyja stóriðju vatnsþorsta og fégræðgi.

Myndin "Draumalandið"  var sýnd í sjónvarpi ríkisins í gær og vakti hún með mér fleiri tilfinningar en fyrst þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsi. Ástæðan er líklega sú að þegar ég sá hana fyrst fjallaði hún í mínum huga um afgerandi villigötur ákveðins hóps stjórnmálamanna og loðinn svikavef sem troðið var/er á bæjarbúa í hinum ýmsu bæjar og sveitafélögum. Troðið á fólk sem nauðsyn, til að halda við byggð og blómlegu lífi í bæjum og sveitum. Svikin fara svo aftur fram með leyndinni sem hvílir yfir lygavef þeirra stórfyrirtækja sem græða á eyðileggingu lands, hugmynda og fegurð. Núna, hins vegar voru viðbætur á hugsunum mínum og tilfinningum og það er eiginlega bara stutt og laggott og hér kemur það: að viðbættu því fyrrnefnda helgreip huga minn ástandið eins og það er í dag. Það vita náttúrulega allir hér á landi hverjir voru við völd þegar hörmungar dagsins í dag dundu yfir, en það er auðvitað ljóst að það var ekki eitthvað sem gerðist á einum degi, það stjórnaðist af hugsunarhætti sem var búinn að grassera hér um tíð og er búinn að grassera um vesturheim í langann langann tíma. Nú erum við í aðstæðum þar sem ýmsir vilja túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu síðastliðins laugardags, sem vantraust á vinstri stjórn Íslands og bregðast forystumenn stjórnarinnar við, með því að áminna andstæðinga sína vel og rækilega hverjir sigldu hér sofandi að feygðarósi, landi og þjóð til kafs. Eðlilegt skyldi það teljast með meiru, ekkert endilega svo sandkassalegt, því þessi stjórnmálaöfl bera mikla ábyrgð á því hversu langt í skítinn þetta fór allt saman. Draumalandið, myndin sínir líka með hálf ömurlegum hætti með hvers konar offorsi var vaðið hér í stóriðju framkvæmdir. Nefninlega með þvílíku offorsi að það jaðrar við blinda heimsku, þó það sé ekki endilega víst, gæti það líka hafa verið hroðaleg skammsýni, fáfræði, nú eða, og græðgi nú nema allt af þessu fernu sé. Það sem truflar mig núna er ekki áminning forystu ríkisstjórnar til fyrrverandi ríkisstjórnar um þessi mál, heldur áminning sem mér finnst vanta uppá til núverandi ríkisstjórnar og hún er svona. Jóhanna! afhverju eru samskipti okkar við AGS ekki endurskoðuð?! Steingrímur! afhverju eru skuldir siðlausra peningafíkla og nánast glæpamanna afskrifaðar og afhverju eru þeim rétt fyrirtæki sín á silfurfati aftur og afhverju er verið að pukrast með einhver c-hlutabréf sem eru eiginlega lygabréf???!!! Árni Páll Árnason Þó!!!! afhverju er búið að lækka bætur ellilífeyrisþega um 28.000kr. á mán. frá því í júní 2009 og afhverju ert þú ekki búin að stöðva þá siðlausu aðgerð sem guð hlýtur að gráta yfir, að ellilífeyrisþegar séu bornir út úr húsum og íbúðum vegna skulda, teknir af þeim bílar og annað skelfilega skítlegt!!!???

Mín hugmynd er sú að við látum dynja spurningum á þetta fólk í netpósti því þetta er alveg stórfurðulegt!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein Helga!

Ása Björk (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband