Bremsufar í Nærbuxum Þjóðar.

 

 Þeir sem héldu að stóra mosku og nauðungar-giftingamálið væri einungis mál sem kjamsað var á fyrir kosningar og yrði ekki til umræðu eftir kosningar höfðu og hafa rangt fyrir sér. 

Þessi ömurð er komin til að vera og það voru opinberir aðilar sem báru þessa umræðu inn á gólf hjá borgarbúum og landsmönnum öllum og svei þeim.

Við vitum líka hverjir það voru sem þögðu og stóðu hjá sem er ótrúlegt en satt.

Allir sem eru í ríkisstjórnarsamstarfi með framsóknarflokknum þögðu þegar einn almesti skandall sem um getur í kosningaslag Íslendinga gerði innreið sína með mismunun og fordóma að leiðarljósi.

Ég velti fyrir mér hvað frjálslyndir kjósendur þessara flokka ætla að gera í framtíðinni.

Fólk þetta var í leit að fordómafylgi og á atkvæðaveiðum og það hinum lágkúrulegustu sem um getur og sagan líklega þekkir hér á landi.

Nú er það morgunljóst að kjallarasellur og stofuklúbbar rasisma og þjóðernishyggju hafa stjórnmálaflokka sér að baki og þau stjórmálaöfl eru sjálf ríkisstjórn Íslands.

Ég hélt alltaf að þjóðernishyggju, rasista og nasistaklúbbar væru öfga klúbbar sem samanstæðu af fólki sem hefur það einkennismerki að afneita víðsýni og umburðarlyndi ásamt söguskoðun og þekkingu.

Ég hélt að þrátt fyrir uppgang slíkra afla í evrópu væri ekki ástæða fyrir uppgengi slíkrar ormagryfju hér og hvað þá að ég ætti von á því að innfæddir myndu hefja þann aurslag. Það er eins gott að við höldum því til haga fyrir komandi kynslóðir hver byrjaði.

Ég hélt það vegna þess að við erum með hreint borð við erum fá og við eigum að heita menntuð auk þess höfum við ekkert nema gott haft af þeim fáu útlendingum sem hingað hafa komið.

Auðvitað vissi ég að hér grassera útlendingafordómar og fáfræði en slíkt grasserar líka í Færeyjum.
Framganga frambjóðanda framsóknarflokksins í aðdraganda borgarstjórnar kosninga er með öllu óboðleg og algjör hneisa fyrir þjóðina.
Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti þegar stjórnmála öfl stíga í dagsljósið með svona málflutning og gera kjallarasellum útlendinga haturs og stofuklúbba rasistum kleift að bera fordóma sína og fáfræði á borð og nú með opinbera aðila sér að baki.

Það er nauðsynlegt að halda því til haga að einustu leiðindi tengd múslimum á Íslandi eru á vegum innfæddra siðleysingja sem dömpuðu afsöguðum svínshausum á lóð bænahúss þeirra. Samt leyfir frambjóðandi til borgarstjórnar að spila á nákvæmlega þann hóp og aðstoða við vöxt þess ömurlegasta sem jörðin hýsir. Nefninlega fordómum ásamt fáfræði og kynþáttamismunun að ógleymdri trúarbragða mismunun og öllu því ljóta sem til dæmis og meðal annarra kristnir menn hafa staðið fyrir í mannkynsögunni. Það eru sumsé Íslendingar sjálfir sem ætla að keyra þetta viðhorf áfram hér og veita því fylgi.

Það er ekki síður ömurlegt að fylgjast með viðbrögðum þeirra fulltrúa sem einhver viðbrögð höfðu við þessari raun. Ég tek sem dæmi hræsni Áslaugu M. Friðriksdóttur fulltrúa sjálfstæðisflokksins í borginni, en hún vill fá að vita meira um það hvert framsóknarflokkurinn er að róa. Eins og það sé ekki deginum ljósara.

Það sama gildir um þá sem reyna að klóra yfir skítinn með því að halda fram að þetta útspil sé upphaf nauðsynlegrar umræðu.

Ljósið í myrkrinu er þó að vegna þessa óafturkræfu afglapa þá vitum við nokkurn veginn hvað hausarnir eru margir í þessari ormagryfju.

Þetta er komið inn á okkar gólf og nú þurfum við að vaka yfir því hvort sem okkur líkar það vel eða illa.

Takk fyrir það eða hitt þó heldur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband