Ringulreið og öskureið.

Mér er það fullkomlega óskiljanlegt að Bjarni Ben skuli sitja í kastljósi og stæra sig af  óánægju fólks í landinu og fjargviðra þar um komandi mótmæli. Hvenær hefur hann, eða hans félagar staðið í mótmælaaðgerðum varðandi yfirleitt nokkurn skapaðann hlut. Sigurvissa mannsins var vægast sagt óþolandi í kastljósinu í gær og velti ég fyrir mér hvaðan í andskotanum það yfirlæti kemur og samkvæmt þessari grein hérna, hefur Björn Bjarnason gengið til liðs við mótmælendur. http://www.smugan.is/fra-ritstjorn/allt/thora-kristin-asgeirsdottir/nr/4342

Je minn eini. Vá hvað þetta er ruglingslegt. Ég er ein af þeim sem er ekki ánægð með seinagang stjórnvalda í málefnum skuldara, las samt greinina hans Ármanns Jakobsonar og er honum sammála um eitt og annað.

http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/nr/4332

Það sem mér hefur fundist óhuggulegt við málflutning sjálfsæðismanna er flest allt, en óhuggulegast finnst mér þó stagl þeirra um hjól atvinnulífsins. Þegar Bjarni Ben, formaður sjálfstæðisflokksins byrjaði enn og aftur að stagla, að hér þyrfti að koma atvinnuvélamaskínunni í gang, þá bara langaði mig að gubba. Ég er kannski ekki rammskyggn en mér finnst bara svo augljóst hvað hann er að fara, hann er í grundvallar atriðum bara að tala um að drífa áfram virkjanaframkvæmdir.(Helguvík) Ýta því af stað með sama offorsi, sömu heimsku og sama þrugli og flestir þeir sem mótmæltu árið 2009 voru einmitt að reyna að losa sig við. Vonandi tekur enginn mark á þessum manni og því sem hann stendur fyrir. Við hinn almáttga ás, vonandi.

 Ég er að vísu þeirrar skoðunar að margt mætti fara betur. Ég er líka alveg sannfærð um að ríkistjórnin myndi alls ekki tapa á því að ná sér í faglega ráðgjöf og aðstoð, sem hún gerir ekki.

Mér finnst líka alveg fullkomlega óþolandi hvað forsætisráðherra virðist fjarræn og dul, þegar við hana er talað.

Ég á líka mjög erfitt með að þola útúrsnúninga fjármálaráðherra, það er eins og hann sé alltaf í kosningabaráttu en ekki að spjalla.

Það leggst hálf fáránlega í mig, að þegar talað er um utanþingstjórn, að þá er óljóst hverjir það eiga að vera, hverjir eiga að velja í slíka stjórn/nefnd og hverjir bera á henni ábyrgð.

Nú, mér finnst líka alveg magnað að fólk skuli vera svona veikt fyrir tali um skattalækkanir. Við, sem hér búum hljótum að vita það, að velferðarkerfi td. Byggist á sköttum okkar.

 Afhverju Steingrímur hefur ekki gengið lengra í þeim málum og komið á hátekjuskatti, eins og hann rausaði um sem biluð plata fyrir kosningar, er mér illskiljanlegt, í raun ætti að krefja hann skýringa á því frekar en það skuespil sem viðgengst í sjónvarpsmiðli landsmanna.

Nei í alvöru! Mætir kannski Geir Haarde á þessi mótmæli á fimmtudaginn.

Ég geri nefninlega alveg ráð fyrir því að fleiri en ég séu í svipuðu delemma. Ég vil ekki að forpokaðir atvinnuvélamaskínulygarar steli byltingu vinstri manna og myndi helst vilja að svo færi ekki.

En til þess, að svo fari ekki, er ég ansi hrædd um að þetta blessaða pólitískt stimplaða vinstri fólk bara verði að hætta! Já hreinlega hætta! að seilast í vasana á þeim sem minnst mega sín! Takk fyrir. Það er nefninlega það, sem ruglar mig í ríminu akkúrat núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband