Með Fræðslu að vopni.

Alkahól hættulegasta Vímuefnið! Þetta hef ég lengi vitað. Ég hef alið upp þrjár dætur og eru þær allar nær lögráða. Í uppeldi þessu hef ég farið í gegnum unglingsárin með þeim, og verið meðvituð um að það eina sem dugir sem forvörn, er fræðsla! Börn fikta, það vitum við öll sem höfum staðið í uppeldi. Hræðsluáróður dugir skammt og hef ég aldrei gerst sek um að nota slíkt. Nema jú þegar kemur að umferðinni. Þar hef ég miskunnarlaust stuðst við hræðsluáróður, enda dauðhrædd við umferðina og það með réttu. Margsinnis hef ég hneykslast á því hvernig skólarnir hafa tekið á þessum málum, þar eru uppgjafa dópistar í pontu að eipa sínum persónulegu hörmungum yfir æskuna. Ekki inniheldur það mikið af fræðslu hef ég komist að. Þvert í mót, þá hefur þetta andstæð áhrif á ungar sálir í uppreisnarhug og þá, sem standa höllum fæti. Áróður sem gengið hefur ljósum logum í skólastofnunum og úr munni hinum allsráðandi Þórarni Tyrfingssyni og fjölmiðlar éta upp gagrýnislaust. Þar eru ofskynjunarefni lögð að jöfnu við fíkniefni og öllu ruglað saman, þess eðlis er málflutningurinn og “fræðslan” ásamt þessari margtuggðu og ábyrgðarlausu yfirlýsingu! “byrjir þú að fikta við marihuana, þá endar þú sem sprautufíkill” Þetta eru skelfilegar aðdróttanir og alveg úr lausu lofti gripnar, samt ganga þær eins og niðurgangur úr fjölmiðlum og innblása í eyru hugmyndum, í fyrir óttaslegna foreldra, svo úr verður alger móðursýki og henni fylgir ekkert annað en áframhaldandi fáfræði og skemmdarstarfsemi. Í þennan hræðsluáróður eru svo settir peningar, opinbert fé. Síðan fær þetta grábölvaða fúsk nafnið forvarnir. Á meðan erum við svo að dæla rítalíni í börn, sko dæla, við erum heimsmeistarar í því meira að segja, þó að það sé vitað mál, að um unglingsaldur þá fer rítalínið að virka eins og gott spýtt og verður vanabindandi. Enda hefur hann Þórarinn eitthvað verið að væla yfir því að það sé allt að fyllast af ungum rítalín sprautufíklum. Flestir klóra sér bara í hausnum yfir því í fullkomnum vanskilning og áfram heldur vitleysan, hvernig getur þetta gerst!? hugsa foreldrar, kennarar og væntanlega fleiri, ömmur og afar og bara allir sem bera hagsmuni ungs fólks fyrir brjósti. En svona er fáfræðin. Á Íslandi hefur verið algert! Og ég meina algert no no að tala um þessi mál af einhverju viti og þegar menn eru beðnir um að koma með tölur þá standa þeir bara á gati. Talan um dauðsföll af völdum marihuana er td. 0. Menn eru að reyna að kokka upp einhverjar óljósar tölur en þær standast aldrei nánari skoðun. Dauðsföll af völdum brennivíns, guð minn góður, þú villt ekki vita það. Svo ekki sé nú talað um viðbjóðinn sem fylgir alkohólisma, eitrunina sem af honum hlýst, út í samfélagið og inni á heimilum, þjáningu ungra barna sem þurfa að alast upp við þau bölvuðu veikindi sem alkohólismi er. Ofbeldið sem hlýst af vitstola drykkjufólki og svo lengi má telja. Það verða fáir, nú eða bara enginn ofbeldisbrjálaður af völdum kannabisneyslu, það má vera að einstaka persónur verði ruglaðar, en þá er það bara þannig að þeir hinir sömu ættu ekki að neyta efnisins, ekki frekar en heill helvítis haugur af fólki ætti ekki að bragða áfengi. Nú er ég ekki að mæla fyrir vímuefnaneyslu ungs fólks, nema síður sé. Ég hef alltaf sagt við alla, þá sérstaklega mínar dætur, að ungir og óharnaðir einstaklingar hafa ekkert með vímuefni að gera.  Mér er það til efs, að það sé algengt að foreldrar, kennarar, félagsmálayfirvöld og fólk í þeim stöðum, kynni sér sögu þeirra efna sem eru í tísku hjá unga fólkinu í það og það sinnið. Kannabis, eða marihuana, er náttúrulegt efni, planta sem vex í náttúrunni og hvatti George Washington, fyrrum forseti Bandaríkjanna til ræktunar á henni, í fyrstu stjórnarskrá Bandaríkjanna og það helst sem víðast, vegna gagnsemi hennar á mörgum sviðum. Við getum sagt okkur það sjálf að ef kókaín, nú eða heróín, væri selt á raunvirði í apótekinu í ljótum meðalaglösum, þá væri ekki mikil ásókn í það sull hjá unga fólkinu. Enda vantaði alla spennu og allan töffaraljóma í slíkt brall. Nú og svo að ógleymdum undirheimunum, dópsölum, handrukkurum, ofbeldi, svörtu fjármagni og öðrum leiðum fylgifiskum undirheimastarfsemi dópheimsins. Það myndi bara einfaldlega detta botninn úr þessu öllu saman. En þetta má ekki ræða því fólk verður svo hrætt. Eðlilega kannski, miðað við óeðlilega þöggun og hysteríu. Ég get sagt frá því, að ég hef auðvitað, eins og aðrir foreldrar oft orðið dauðhrædd um dætur mínar, þó ég hafi kannski ekki verið að láta það í ljós við þær. En haldið óhrædd mínu striki, að allt sé til umræðu þegar kemur að þessu, bara eins og með allt annað. Svo hvet ég fólk til að ná sér í fræðsluefni um td. Söguna á bak við stríðið um um marihuana plöntuna. Það brjálæði bjuggu Bandaríkjamenn til og þó að tilgangurinn sé ekki augljós þá er ekkert mál að leggja saman tvo og tvo í því sambandi, ef maður er komin á slóðina. Fræðsluefni liggur út um allt á netinu en þetta er ein af mínum uppáhalds heimildarmyndum. Þar er sagan rakin á mjög skemmtilegan hátt og fræðandi í senn. Ég skora á ykkur foreldrar! Ekki vera hrædd, það gerir börnunum okkar bara verri kost.

http://topdocumentaryfilms.com/grass/

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Takk fyrir góðan pistil!

SeeingRed, 1.11.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband