Hundómerkilegur Alvarleiki

Hulda B Hakonardottir: Um leið og ég óska Magnúsi til hamingju undrar það mig að fréttamenn Kastljóss hafi ekki getað bent manninum á úrræði sem honum stóðu til boða í fyrri þætti sínum þ. 22. sept. s.l. Annað hvort var Kastljós meira upptekið af að geta verið með tárvott dramaupphlaup í þætti sínum eða fréttamenn þess vissu ekki betur. Hvorugt er gott til afspurnar. Í gleði-innslagi kvöldsins var svo skautað létt fram hjá þessu með greiðsluaðlögunina en Magnús þaulspurður hvort hann væri nú ekki glaður. Þvílík vinnubrögð

 

Sammála og miklu alvarlegra mál en rætt er almennt um. Ég er löt! td. og að fylgjast með fjölmiðlum er ekki e-d sem ég nenni yfirleitt. Aldrei, svo ég muni, hef ég legið eins mikið yfir innihaldslausu þvaðri á ævinni, í næstum manískum eltingarleik mínum við fjölmiðlaumfjallanir í bæði sjón, rit og talmiðlum. Að vísu, að undanskyldum þeim frábæra þætti á rás 1 ,,speglinum”.

 

Tekur tappann úr þegar hver og einn einasti ég meina barasta nákvæmlega hver einasti! fréttamaður í óverðskuldað nefndum fréttaskýringar og menningarþætti ríkissjónvarpsins ,,Kastljósi" framleiðir á færibandi, upp á dag,  hundleiðinlegt og hundómerkilegt sjónvarpsefni, hvar menn sýna af sér fullkomið getuleysi í að grípa áhugaverð móment og búa þá til áhugavert frétta og sjónvarpsefni í leiðinni.

Viðhafa með látum síendurtekið stagl og gersamlega hugmyndasnauðar spurningar, lesnar upp af blöðum og svo augljóslega niðurnjörvaðar fyrirfram að úr verða tóm leiðindi

 

Viðhafa eilíft gjamm og framítökur, þannig að viðmælandi á í mesta basli, við að svara þeim spurningum sem hann er þó spurður og í þokkabót, ég leyfi mér að bæta við, er atgervi þeirra með þvílíkum leikrænum tjáningum að það mætti halda, í sumum tilvikum að þeir/þær, eigi eitthvað persónulega sökótt við viðmælendur sína, eða séu staddir/ar í grískum harmleik en ekki bara Íslenskum raunveruleik.

 

Hamagangurinn er slíkur að úr verður akkúrat ekkert vit. Maður spyr sig, eru þetta taugarnar að gefa sig? Eða eru uppi skipulögð áform um að hafa þetta svona?  Eða eru menn bara svona.........utan við sig.......nei fjandinn hafi það.

 

Ég sendi svo í lokin kveðju með von um bata, til þess fréttafólks sem vinnur við þáttinn ,,Kastljós”  því þetta hlýtur að vera einhver krankleiki, eða sinnisástand að viðhafa svona kjánalæti, að telja það fínt að framleiða svona drasl ofan í fólkið.

 

Ps: Hvort heldur sem er,  þá er kannski full ástæða til að biðja fallega um að þessu endemi linni, ég bara get bara ekki trúað því að landsmenn nenni þessu.

 

 


Bloggfærslur 10. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband