1.11.2010 | 13:59
Með Fræðslu að vopni.
Alkahól hættulegasta Vímuefnið! Þetta hef ég lengi vitað. Ég hef alið upp þrjár dætur og eru þær allar nær lögráða. Í uppeldi þessu hef ég farið í gegnum unglingsárin með þeim, og verið meðvituð um að það eina sem dugir sem forvörn, er fræðsla! Börn fikta, það vitum við öll sem höfum staðið í uppeldi. Hræðsluáróður dugir skammt og hef ég aldrei gerst sek um að nota slíkt. Nema jú þegar kemur að umferðinni. Þar hef ég miskunnarlaust stuðst við hræðsluáróður, enda dauðhrædd við umferðina og það með réttu. Margsinnis hef ég hneykslast á því hvernig skólarnir hafa tekið á þessum málum, þar eru uppgjafa dópistar í pontu að eipa sínum persónulegu hörmungum yfir æskuna. Ekki inniheldur það mikið af fræðslu hef ég komist að. Þvert í mót, þá hefur þetta andstæð áhrif á ungar sálir í uppreisnarhug og þá, sem standa höllum fæti. Áróður sem gengið hefur ljósum logum í skólastofnunum og úr munni hinum allsráðandi Þórarni Tyrfingssyni og fjölmiðlar éta upp gagrýnislaust. Þar eru ofskynjunarefni lögð að jöfnu við fíkniefni og öllu ruglað saman, þess eðlis er málflutningurinn og fræðslan ásamt þessari margtuggðu og ábyrgðarlausu yfirlýsingu! byrjir þú að fikta við marihuana, þá endar þú sem sprautufíkill Þetta eru skelfilegar aðdróttanir og alveg úr lausu lofti gripnar, samt ganga þær eins og niðurgangur úr fjölmiðlum og innblása í eyru hugmyndum, í fyrir óttaslegna foreldra, svo úr verður alger móðursýki og henni fylgir ekkert annað en áframhaldandi fáfræði og skemmdarstarfsemi. Í þennan hræðsluáróður eru svo settir peningar, opinbert fé. Síðan fær þetta grábölvaða fúsk nafnið forvarnir. Á meðan erum við svo að dæla rítalíni í börn, sko dæla, við erum heimsmeistarar í því meira að segja, þó að það sé vitað mál, að um unglingsaldur þá fer rítalínið að virka eins og gott spýtt og verður vanabindandi. Enda hefur hann Þórarinn eitthvað verið að væla yfir því að það sé allt að fyllast af ungum rítalín sprautufíklum. Flestir klóra sér bara í hausnum yfir því í fullkomnum vanskilning og áfram heldur vitleysan, hvernig getur þetta gerst!? hugsa foreldrar, kennarar og væntanlega fleiri, ömmur og afar og bara allir sem bera hagsmuni ungs fólks fyrir brjósti. En svona er fáfræðin. Á Íslandi hefur verið algert! Og ég meina algert no no að tala um þessi mál af einhverju viti og þegar menn eru beðnir um að koma með tölur þá standa þeir bara á gati. Talan um dauðsföll af völdum marihuana er td. 0. Menn eru að reyna að kokka upp einhverjar óljósar tölur en þær standast aldrei nánari skoðun. Dauðsföll af völdum brennivíns, guð minn góður, þú villt ekki vita það. Svo ekki sé nú talað um viðbjóðinn sem fylgir alkohólisma, eitrunina sem af honum hlýst, út í samfélagið og inni á heimilum, þjáningu ungra barna sem þurfa að alast upp við þau bölvuðu veikindi sem alkohólismi er. Ofbeldið sem hlýst af vitstola drykkjufólki og svo lengi má telja. Það verða fáir, nú eða bara enginn ofbeldisbrjálaður af völdum kannabisneyslu, það má vera að einstaka persónur verði ruglaðar, en þá er það bara þannig að þeir hinir sömu ættu ekki að neyta efnisins, ekki frekar en heill helvítis haugur af fólki ætti ekki að bragða áfengi. Nú er ég ekki að mæla fyrir vímuefnaneyslu ungs fólks, nema síður sé. Ég hef alltaf sagt við alla, þá sérstaklega mínar dætur, að ungir og óharnaðir einstaklingar hafa ekkert með vímuefni að gera. Mér er það til efs, að það sé algengt að foreldrar, kennarar, félagsmálayfirvöld og fólk í þeim stöðum, kynni sér sögu þeirra efna sem eru í tísku hjá unga fólkinu í það og það sinnið. Kannabis, eða marihuana, er náttúrulegt efni, planta sem vex í náttúrunni og hvatti George Washington, fyrrum forseti Bandaríkjanna til ræktunar á henni, í fyrstu stjórnarskrá Bandaríkjanna og það helst sem víðast, vegna gagnsemi hennar á mörgum sviðum. Við getum sagt okkur það sjálf að ef kókaín, nú eða heróín, væri selt á raunvirði í apótekinu í ljótum meðalaglösum, þá væri ekki mikil ásókn í það sull hjá unga fólkinu. Enda vantaði alla spennu og allan töffaraljóma í slíkt brall. Nú og svo að ógleymdum undirheimunum, dópsölum, handrukkurum, ofbeldi, svörtu fjármagni og öðrum leiðum fylgifiskum undirheimastarfsemi dópheimsins. Það myndi bara einfaldlega detta botninn úr þessu öllu saman. En þetta má ekki ræða því fólk verður svo hrætt. Eðlilega kannski, miðað við óeðlilega þöggun og hysteríu. Ég get sagt frá því, að ég hef auðvitað, eins og aðrir foreldrar oft orðið dauðhrædd um dætur mínar, þó ég hafi kannski ekki verið að láta það í ljós við þær. En haldið óhrædd mínu striki, að allt sé til umræðu þegar kemur að þessu, bara eins og með allt annað. Svo hvet ég fólk til að ná sér í fræðsluefni um td. Söguna á bak við stríðið um um marihuana plöntuna. Það brjálæði bjuggu Bandaríkjamenn til og þó að tilgangurinn sé ekki augljós þá er ekkert mál að leggja saman tvo og tvo í því sambandi, ef maður er komin á slóðina. Fræðsluefni liggur út um allt á netinu en þetta er ein af mínum uppáhalds heimildarmyndum. Þar er sagan rakin á mjög skemmtilegan hátt og fræðandi í senn. Ég skora á ykkur foreldrar! Ekki vera hrædd, það gerir börnunum okkar bara verri kost.
http://topdocumentaryfilms.com/grass/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2010 | 18:01
Hvursu Alvarleg er ykkar Amnesía!
http://www.dv.is/frettir/2010/10/30/risamotmaeli-vid-althingi-tunnurnar-kalla-eftir-utanthingsstjorn/
Ég er ekki beint týpan sem skríð ofan í holu, þegar kemur að því að gagnrýna,eða, með öðrum orðum, brjóta heilann og reyna/rembast! við að skilja hvaðer í gangi í samfélagi okkar í dag! Já rembast. Ég skrýð ekki ofan í holu, ensamt reynist mér þraut að hanga í því endalaust, því ég er sveimhugi og áerfitt með svona jarðneskann raunveruleika og hef fáránlega tilhneygingu til aðsnúa öllu á hvolf í huga mér. En nú tekur úr tunnunni! Jóhanna lélegastistjórnmálamaður stjórnmálasögunnar! Eða leiðtogi! Eins og hér er nefnt ogbara svo þið vitið það, þá finnst mér þetta orð leiðtogi" einfaldlegabjánalegt, ég fæ bjánahroll. Ég vonast meira að segja til þess að með tilkomustjórnlagaþings, þá muni almenningur kæfa þessa arfa idjódísku orðanotkun hægtog bítandi með tilkomu breytinga á framkvæmdavaldi(ráðherravaldi) og þingi ogbla bla bla kannski er einfeldni mín of blatant...... en ég segi þetta í einlægni.Ok svo ég snúi mér að kjarna míns máls, að þá hrýs mér hugur við þessafyrirsögn og fáránleikann sem fylgir henni á bloggsíðum og á fasbók. Stofnað ertil tunnumótmæla til þess að koma lélegasta "stjórnmálaleiðtoga" frá.HALLÓ!!!!!!! hvursu alvarleg er ykkar amnesía!!! Davíð Oddson!!! Halldór Ásgrímsson!!!Valgerður Sverrisdóttir!!! og svo greyið hann Geir!!!! Er ykkur alvara. Ég hefþað sterklega á tilfinningunni að hér sé um ruglhóp/hópa, kannski öfgahóp/hópa(nema að ég myndi þá ekki alveg vita hvaða öfgar það væru) að ræða, sem ætlarað hrífa með sér öskureitt og örvinglað fólkið, sem ekki er kannski alveg meðfókus. Ekki það, að ég sé eitthvað hrifin af því sem hefur verið að gerast/eðaekki gerast! og líti á sinnuleysi stjórnvalda, gagnvart skuldavanda heimilannaog þeim félagslega vanda sem af því hlýst, öðruvísi en sem alvarlegt vandamál.Aldeilis ekki heldur, vegna þess að ég taki því létt að tugir milljóna ogmilljarða séu afskrifaðir af fyrirtækjum/einstaklingum, þvert í mót. Fram kemurí einu bloggi að Jóhanna sé svo leiðinleg. Kannski er hún ekkert skemmtileg, uhh...,ég veit ekki, ég þekki hana ekki, skil ekki hvað það kemur málinu við. Mérfinnst hún aðallega bara fjarræn og ég skil hana ekki alltaf, en það tengist,held ég frekar leiðinlegu pólitíkusatrendi í samskiptum, sem hefur verið heimslægurfjandi um langt skeið, en hefur reyndar verið að breytast, hér á landi, þar semalveg nýtt trend hefur verið að ryðja sér til rúms í orðræðunni og finnst mérað við ættum öll að gefa því séns og tíma. Utanþingstjórn! segir í pistlum og skrifum, að krafan sé. Égspyr? Þurfa samt ekki allar ákvarðanir að fara í gegnum þing? Fer AGS bara efsett verður á utanþingstjórn? Ég myndi óska eftir skýrari línum í því hvað erverið að byðja um. Langar fólk í kosningar?! Langar fólki að handbendi LÍÚ ogSA og fl. Drauga, sem verið er af veikum mætti að reka hér í rogastans, komihér nautsterkir eins og úlfar í sauðagæru og taki hér stjórnina á okkar annarsilla farna landi á ný?! Illa farna og lúna og lasna landi, einmitt af völdumáðurtaldra. Langar fólk í Sjálfstæðisflokkinn aftur. Mmmm.....nammmm.....ummmm!Ég bara trúi því ekki, eða ég bara skil það ekki. Fólkið sem setti hér allt áannann endan með óðafrjálshyggju. Fólkið sem ég hef haft grunað um, að vitiekki alveg, hvað það er að gera, vegna þess að það er illa lesið og almenntilla að sér í sögu kapitalisma og bara stjórnmálasögu almennt. Fíflalætin komareyndar mjög vel fram í frábærri heimildar/bíómynd Draumalandið þar siturmaður eftir með það óbragð í munni að það séu í raun algjörir hálfvitar semvoru hér við stjórn. Starfi sínu alls ekki vaxnir og illa að sér á alla lund.Þó er það auðvitað morgunljóst einhverjir vissu, fram að hruni, alveg nákvæmlega hvað þeir voru að gera,voru bara útsmognir og spiluðu sig heimska, en ég hallast nú alltaf að því að þettahafi verið alveg hreint fáránlegir bjánar og sannfæri mig þá bara einhver, umeitthvað annað, ég er opin fyrir öllu, slíkur er minn vanskilningur. Ensorrí..........,,Er Jóhanna lélegastileiðtogi stjórnmálasögunnar?Svarið við því er NEI! Það er hreinlegaekki hægt að toppa the infabulous four sem talin voru upp hér áðan. Í stuttumáli:Rosalega skil ég ekki hverjum tunnan glymur í þetta sinn og rosalega finnstmér þessi fyrirsögn fíflaleg.
http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/er-johanna-lelegasti-leidtogi-stjornmalasogunnar
Bloggar | Breytt 21.10.2013 kl. 03:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 16:07
Hin sanna gullgerðarlist! Að búa til peninga úr engu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2010 | 13:59
Ísland! Unga draumaeyja stóriðju vatnsþorsta og fégræðgi.
Myndin "Draumalandið" var sýnd í sjónvarpi ríkisins í gær og vakti hún með mér fleiri tilfinningar en fyrst þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsi. Ástæðan er líklega sú að þegar ég sá hana fyrst fjallaði hún í mínum huga um afgerandi villigötur ákveðins hóps stjórnmálamanna og loðinn svikavef sem troðið var/er á bæjarbúa í hinum ýmsu bæjar og sveitafélögum. Troðið á fólk sem nauðsyn, til að halda við byggð og blómlegu lífi í bæjum og sveitum. Svikin fara svo aftur fram með leyndinni sem hvílir yfir lygavef þeirra stórfyrirtækja sem græða á eyðileggingu lands, hugmynda og fegurð. Núna, hins vegar voru viðbætur á hugsunum mínum og tilfinningum og það er eiginlega bara stutt og laggott og hér kemur það: að viðbættu því fyrrnefnda helgreip huga minn ástandið eins og það er í dag. Það vita náttúrulega allir hér á landi hverjir voru við völd þegar hörmungar dagsins í dag dundu yfir, en það er auðvitað ljóst að það var ekki eitthvað sem gerðist á einum degi, það stjórnaðist af hugsunarhætti sem var búinn að grassera hér um tíð og er búinn að grassera um vesturheim í langann langann tíma. Nú erum við í aðstæðum þar sem ýmsir vilja túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu síðastliðins laugardags, sem vantraust á vinstri stjórn Íslands og bregðast forystumenn stjórnarinnar við, með því að áminna andstæðinga sína vel og rækilega hverjir sigldu hér sofandi að feygðarósi, landi og þjóð til kafs. Eðlilegt skyldi það teljast með meiru, ekkert endilega svo sandkassalegt, því þessi stjórnmálaöfl bera mikla ábyrgð á því hversu langt í skítinn þetta fór allt saman. Draumalandið, myndin sínir líka með hálf ömurlegum hætti með hvers konar offorsi var vaðið hér í stóriðju framkvæmdir. Nefninlega með þvílíku offorsi að það jaðrar við blinda heimsku, þó það sé ekki endilega víst, gæti það líka hafa verið hroðaleg skammsýni, fáfræði, nú eða, og græðgi nú nema allt af þessu fernu sé. Það sem truflar mig núna er ekki áminning forystu ríkisstjórnar til fyrrverandi ríkisstjórnar um þessi mál, heldur áminning sem mér finnst vanta uppá til núverandi ríkisstjórnar og hún er svona. Jóhanna! afhverju eru samskipti okkar við AGS ekki endurskoðuð?! Steingrímur! afhverju eru skuldir siðlausra peningafíkla og nánast glæpamanna afskrifaðar og afhverju eru þeim rétt fyrirtæki sín á silfurfati aftur og afhverju er verið að pukrast með einhver c-hlutabréf sem eru eiginlega lygabréf???!!! Árni Páll Árnason Þó!!!! afhverju er búið að lækka bætur ellilífeyrisþega um 28.000kr. á mán. frá því í júní 2009 og afhverju ert þú ekki búin að stöðva þá siðlausu aðgerð sem guð hlýtur að gráta yfir, að ellilífeyrisþegar séu bornir út úr húsum og íbúðum vegna skulda, teknir af þeim bílar og annað skelfilega skítlegt!!!???
Mín hugmynd er sú að við látum dynja spurningum á þetta fólk í netpósti því þetta er alveg stórfurðulegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)